Tom Holland
Tom Holland
Breski leikarinn Tom Holland verður nýr Rómeó í uppsetningu á verki Shakespeares, Rómeó og Júlíu, á West End í London. Holland er einna þekktastur fyrir hlutverk sitt í myndum um Kóngulóarmanninn en þetta verður í fyrsta sinn sem hann stígur á svið…

Breski leikarinn Tom Holland verður nýr Rómeó í uppsetningu á verki Shakespeares, Rómeó og Júlíu, á West End í London. Holland er einna þekktastur fyrir hlutverk sitt í myndum um Kóngulóarmanninn en þetta verður í fyrsta sinn sem hann stígur á svið í leikhúsi frá því að hann lék á barnsaldri í söngleiknum Billy Elliot. BBC greinir frá.

Jamie Lloyd mun leikstýra verkinu, sem verður sýnt í Duke of York-leikhúsinu frá 11. maí til 3. ágúst. Ekki hefur enn verið upplýst hver muni fara með hlutverk Júlíu. Haft er eftir Lloyd að Holland sé „einn besti, mest spennandi ungi leikari í heimi“ og það sé heiður að bjóða hann aftur velkominn á West End. Holland tók sér árslangt hlé frá leikaraverkefnum í júní 2023 til að hlúa að andlegri heilsu sinni og verður þetta því fyrsta hlutverk hans eftir hléið.