Lögreglustjóri Úlfar Lúðvíksson.
Lögreglustjóri Úlfar Lúðvíksson. — Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Úlfar Lúðvíksson, lögreglustjóri á Suðurnesjum, segir atvik sem átti sér stað skömmu eftir að Grindavík var fyrst rýmd hafa haft áhrif á ákvarðanir um aðgengi fjölmiðla síðan. „Þetta fór [...] ekki vel af stað, þegar starfsmaður RÚV reyndi að komast inn á yfirgefið heimili

Úlfar Lúðvíksson, lögreglustjóri á Suðurnesjum, segir atvik sem átti sér stað skömmu eftir að Grindavík var fyrst rýmd hafa haft áhrif á ákvarðanir um aðgengi fjölmiðla síðan. „Þetta fór [...] ekki vel af stað, þegar starfsmaður RÚV reyndi að komast inn á yfirgefið heimili. Það fór gríðarlega illa í Grindvíkinga. Þá voru aðgerðir viðbragðsaðila gagnrýndar af Grindvíkingum sem öðrum,“ segir Úlfar í samtali við Sunnudagsblað Morgunblaðsins.

Þurfum við hin sumsé að súpa seyðið af gjörðum hans?

„Þetta voru vond skilaboð inn í samfélagið og þessi einstaklingur skemmdi klárlega fyrir öðru fjölmiðlafólki vegna neikvæðrar upplifunar fólks og umræðu. Það er nú þannig. Hann setti blett á óheppilegum tíma, þegar enginn Grindvíkingur var inni í bænum.“