Arndís Anna K. Gunnarsdóttir
Arndís Anna K. Gunnarsdóttir
[ Smellið til að sjá stærri mynd ]
Hælisleitendur eru ofarlega á baugi vegna þess að hingað leita margir að erindisleysu – nota hælisleitendakerfið til þess að fá landvist, þó að þeir hafi fengið hæli annars staðar eða búi ekki við hættu í heimalandinu – en eins hefur kostnaðurinn vaxið stjórnlaust og innviðir eru víða brostnir.

Hælisleitendur eru ofarlega á baugi vegna þess að hingað leita margir að erindisleysu – nota hælisleitendakerfið til þess að fá landvist, þó að þeir hafi fengið hæli annars staðar eða búi ekki við hættu í heimalandinu – en eins hefur kostnaðurinn vaxið stjórnlaust og innviðir eru víða brostnir.

Um þetta deildu í Pallborði Vísis þau Jón Gunnarsson fv. dómsmálaráðherra og Arndís Anna K. Gunnarsdóttir þingmaður Pírata, sem hefur mikla reynslu í hagsmunagæslu hælisleitenda.

Jón sagði Arndísi „mjög áfram um að greiða leið þessa fólks inn til landsins almennt… Þá vill hún ekki að við einföldum kerfið, hún reynir að tala um að við séum alltaf að flækja það. Því einfaldleikinn í hennar huga er að hleypa þessu fólki inn. Þar erum við ekki sammála“.

Hann bæti við að á Norðurlöndunum tæki Ísland hlutfallslega á móti langflestum Palestínumönnum, sem Arndís gaf lítið fyrir og sagði: „Fólk kemur hingað því það telur sig geta fengið tækifæri. Breytingarnar sem er verið að gera á kerfinu snúast um það að fæla fólk frá.“

Það er kærkomin hreinskilni hjá Arndísi að segja berum orðum að í þeim hópi sé fólk, sem sé ekki raunverulega að leita hælis, heldur að freista gæfunnar. Að það sé í raun efnahagslegt förufólk en ekki hælisleitendur.