Orkumálastjóri Halla Hrund tók við embætti í apríl árið 2021.
Orkumálastjóri Halla Hrund tók við embætti í apríl árið 2021.
Halla Hrund Logadóttir orkumálastjóri segir raunhæft að ná fullum orkuskiptum á landi árið 2040. Þegar hún er spurð hvort sömu markmið megi yfirfæra á skipaflota landsins er erfiðara að ráða í orð hennar en þá segir hún að það yrði mjög krefjandi

Stefán E. Stefánsson

ses@mbl.is

Halla Hrund Logadóttir orkumálastjóri segir raunhæft að ná fullum orkuskiptum á landi árið 2040. Þegar hún er spurð hvort sömu markmið megi yfirfæra á skipaflota landsins er erfiðara að ráða í orð hennar en þá segir hún að það yrði mjög krefjandi. Í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar, sem kynntur var árið 2021 þegar Katrín Jakobsdóttir endurnýjaði umboð stjórnar sinnar, var kveðið á um að Ísland myndi ná fullu kolefnishlutleysi árið 2040. Miðað við orð orkumálastjóra, sem fer fyrir stofnuninni sem móta á langtímastefnu ríkisins í orkumálum og vera ríkisstjórn landsins til ráðgjafar um þau efni, munu stjórnvöld, hver sem þau verða, ósennilega ná að uppfylla hið metnaðarfulla og tæplega þriggja ára gamla loforð.

Heldur í bjartsýnina

„Ég held að þetta sé raun­hæft mark­mið þegar við horf­um á orku­skipti á landi. Ég held að þetta sé afar krefj­andi, ég ætla að halda í bjart­sýn­ina hérna, en ég held að þetta sé afar krefj­andi, bæði út af orku­hlut­an­um, það er al­veg rétt sem þú seg­ir að þetta eru lang­tíma fram­kvæmd­ir og við leys­um aldrei vanda með því að smella fingr­um. Þetta er alltaf eitt­hvað sem tek­ur tíma í inn­leiðingu, fram­kvæmd­irn­ar sjálf­ar og svo hin hliðin.“

Þetta segir Halla Hrund sem er gestur nýjasta þáttar Spursmála.

„Ég vil hins veg­ar segja að það er búið að vera áhuga­vert að sjá þau fyr­ir­tæki sem hafa verið að taka skref og ég hef þá trú, við lær­um alltaf mest á því að gera hlut­ina. Ég er sjálf með bak­grunn í sveit og þegar maður fer að fram­kvæma þá kem­ur svo mik­ill lær­dóm­ur og við mun­um sjá það núna í þeim verk­efn­um sem fyr­ir­tæk­in eru hvaða lær­dóm­ur kem­ur og frá þeim lær­dómi mun von­andi koma svo­lítið raun­særri mynd á þetta ferðalag Íslands,“ segir orkumálastjóri.

Greinir á um ráðgjöf

Framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins hefur haldið því fram að ríkisstjórn landsins hafi sett hið göfuga markmið fyrir árið 2040 á grundvelli upplýsinga frá Orkustofnun, og því tekið ákvörðun um mun metnaðarfyllri markmið en raunhæft hafi verið að standa við. Þessu hafnar Halla Hrund í viðtalinu í Spursmálum. Segir hún að öll hennar ráðgjöf hafi lotið að orkuskiptum á landi en ekki innifalið þær stóru áskoranir sem tengjast útfösun jarðefnaeldsneytis í skipaflota landsins.

Höf.: Stefán E. Stefánsson