„Fyrstu skrefin eru erfið. Nú er bæði erfiður en líka vinsælasti tíminn til að mæta,“ sagði Unnar Helgason, osteopati og þrek- og styrktarþjálfari, í viðtali í Ísland vaknar. „Það er margt sem vinnur á móti okkur og getum við fundið alls konar ástæður til að mæta ekki á æfingu

„Fyrstu skrefin eru erfið. Nú er bæði erfiður en líka vinsælasti tíminn til að mæta,“ sagði Unnar Helgason, osteopati og þrek- og styrktarþjálfari, í viðtali í Ísland vaknar. „Það er margt sem vinnur á móti okkur og getum við fundið alls konar ástæður til að mæta ekki á æfingu. Það þarf að halda þetta út.“ Unnar segir manneskjuna allt of góða við sig en hún sé í raun og veru hönnuð til erfiðisvinnu. „Við eigum að lyfta þungum lóðum, við erum gerð til að hlaupa og ganga langt en við erum ekki að sinna þessu.“ Hann telur best að framkvæma hlutina strax, ekki á morgun eða í næstu viku. „Innri röddin getur verið óvinur en hún á að vera okkar helsti peppari. Við erum fljót að búa til hindranir og finna afsakanir. Mættu bara strax og keyrðu þetta í gang.“ Lestu meira á K100.is.