Hvítur á leik
Hvítur á leik
Staðan kom upp á Skákþingi Reykjavíkur sem lauk fyrir skömmu í húsakynnum Taflfélags Reykjavíkur. Ingvar Wu Skarphéðinsson (1.967) hafði hvítt gegn alþjóðlega meistaranum Hilmi Frey Heimissyni (2.376)

Staðan kom upp á Skákþingi Reykjavíkur sem lauk fyrir skömmu í húsakynnum Taflfélags Reykjavíkur. Ingvar Wu Skarphéðinsson (1.967) hafði hvítt gegn alþjóðlega meistaranum Hilmi Frey Heimissyni (2.376). 59. Hh8+! Ke7 60. Bxe6! Kxe6 61. Hxd8 Hc7 62. Hd6+ Ke7 63. Hxd5 hvítur hefur núna unnið hróksendatafl. 63. … Hc3 64. Hxa5 Hxb3 65. Kxf5 Hxg3 66. Ha7+ Ke8 67. Hb7 b3 68. a5 Hg1 69. Hxb3 Ha1 70. Ke6 Kf8 71. Hb8+ Kg7 72. Hb5 Kf8 73. Kd7 Ha2 74. Kc7 Ke7 75. Kb7 og svartur gafst upp. Næstkomandi mánudag lýkur Íslandsmóti kvenna en mótið fer fram í húsnæði Siglingafélagsins Ýmis í Kópavogi. Íslandsmót öldunga 2024 (65+) fer fram á sama stað. Nánari upplýsingar um þessa skákviðburði og fleiri til má finna á skak.is. Sem dæmi má nefna að seinni hluti Íslandsmóts skákfélaga hefst 29. febrúar nk. í Rimaskóla.