Langspil Langspilssmiðja fyrir börn og foreldra verður í Hörpu í dag.
Langspil Langspilssmiðja fyrir börn og foreldra verður í Hörpu í dag.
Börnum er boðið í heimsókn í Hörpu í dag að prófa að spila á langspil. Eyjólfur Eyjólfsson, óperusöngvari og langspilsleikari, hefur smíðað langspil fyrir Hljóðhimna, barnarýmið í Hörpu, þar sem það fær nú varanlegt heimili

Börnum er boðið í heimsókn í Hörpu í dag að prófa að spila á langspil. Eyjólfur Eyjólfsson, óperusöngvari og langspilsleikari, hefur smíðað langspil fyrir Hljóðhimna, barnarýmið í Hörpu, þar sem það fær nú varanlegt heimili.

Á heimasíðu Hörpu segir að í langspilssmiðjunni læri þátttakendur undirstöðuatriðin í langspilsleik, svo sem stramm og plokk með álftafjöðrum. Einnig verður boðið upp á að strjúka strengina með hrosshársbogum. Því næst verða kennd vel valin þjóðlög sem verða leikin undir lok smiðjunnar. Nánari upplýsingar eru á heimasíðu Hörpu.

Langspil er eina íslenska hljóðfærið. Það er sex strengja strokhljóðfæri sem er haft á borði eða hnjám þegar leikið er á það og var oft notað á efnameiri bæjum á Íslandi til skemmtunar.