— Morgunblaðið/Hörður Kristleifsson
Eldvirknin á Reykjanesi er mikilvæg áminning um að Ísland er fyrst og fremst eldfjallaeyja þar sem fólk hefur ávallt átt lif sitt og afkomu undir náð og miskunn náttúruaflanna. Náttúruaflanna þekkja sjávarbyggðirnar vel til, enda hefur fiskgengd og…

Eldvirknin á Reykjanesi er mikilvæg áminning um að Ísland er fyrst og fremst eldfjallaeyja þar sem fólk hefur ávallt átt lif sitt og afkomu undir náð og miskunn náttúruaflanna.

Náttúruaflanna þekkja sjávarbyggðirnar vel til, enda hefur fiskgengd og veður haft bein áhrif á líf fólks alla daga alla tíð, en nú er svo komið að óviðráðanlegar hamfarir hafa tæmt fjögur þúsund manna byggð og er aldrei hægt að vera búinn undir slíkt, jafnvel þó að þetta sé í annað sinn sem slíkt gerist í nútímasögu Íslendinga.

Grindavík hefur verið ein af mikilvægustu verstöðvum landsins í gegnum stóran hluta Íslandssögunnar og hefur þar verið landað yfir milljón tonnum af afla á undanförnum tveimur áratugum. Eins og staðan er nú hefur þessari verstöð einfaldlega verið lokað og óvíst er hvenær starfsemi getur hafist á ný.

Nú sem við fyrri náttúruhamfarir er nauðsynlegt að íslenska þjóðin snúi bökum saman til að takast á við þessar áskoranir, sýni hvers hún er megnug og finni leiðir til að létta undir með þúsundum íbúa á Reykjanesskaga. gso@mbl.is