Framboð Vignir Már er sá þriðji sem gefur kost á sér í kjörinu.
Framboð Vignir Már er sá þriðji sem gefur kost á sér í kjörinu. — Ljósmynd/Vingir Már
Vignir Már Þormóðsson, fyrrverandi stjórnarmaður hjá Knattspyrnusambandi Íslands, hefur ákveðið að gefa kost á sér í kjöri formanns KSÍ sem fram fer á ársþingi sambandsins hinn 24

Vignir Már Þormóðsson, fyrrverandi stjórnarmaður hjá Knattspyrnusambandi Íslands, hefur ákveðið að gefa kost á sér í kjöri formanns KSÍ sem fram fer á ársþingi sambandsins hinn 24. febrúar næstkomandi. Vignir sat í aðalstjórn KSÍ á árunum 2007 til 2019 og var áður formaður knattspyrnudeildar KA í tæp sjö ár. Er hann sá þriðji sem tilkynnir framboð til embættisins, en áður höfðu Guðni Bergsson og Þorvaldur Örlygsson boðið sig fram.