13 Haraldur Franklín Magnús lék lokahringinn á sex höggum undir pari.
13 Haraldur Franklín Magnús lék lokahringinn á sex höggum undir pari. — Ljósmynd/IGTTour
Atvinnukylfingurinn Haraldur Franklín Magnús hafnaði í 13. sæti á Bain’s Whisky Cape Town-mótinu í Höfðaborg í Suður-Afríku sem lauk í dag, en mótið var hluti af Evrópumótaröðinni, þeirri næststerkustu í heimi

Atvinnukylfingurinn Haraldur Franklín Magnús hafnaði í 13. sæti á Bain’s Whisky Cape Town-mótinu í Höfðaborg í Suður-Afríku sem lauk í dag, en mótið var hluti af Evrópumótaröðinni, þeirri næststerkustu í heimi.

Haraldur Franklín lék fjórða og síðasta hringinn í gær á samtals 66 höggum, sex höggum undir pari, en hann fékk sjö fugla á hringnum og einn skolla.

Haraldur deildi efsta sætinu eftir fyrstu tvo hringina, en hann lék fyrsta hringinn á 69 höggum, þremur höggum undir pari, og annan hringinn á 66 höggum, sex höggum undir pari. Honum fataðist hins vegar flugið á þriðja hringnum á laugardaginn, þar sem hann lék á 76 höggum, fjórum höggum yfir pari vallarins.

Haraldur lék á samtals 277 höggum, ellefu höggum undir pari, og deildi þrettánda sætinu með fimm öðrum kylfingum.