Framkvæmdir Unnið er dag og nótt við að koma heitu vatni frá Svartsengi til sveitarfélaganna á Suðurnesjum. Sumir leita í orlofshús á meðan.
Framkvæmdir Unnið er dag og nótt við að koma heitu vatni frá Svartsengi til sveitarfélaganna á Suðurnesjum. Sumir leita í orlofshús á meðan. — Morgunblaðið/Eyþór
„Það er ekkert hús laust akkúrat núna,“ segir Trausti Björgvinsson, formaður Starfsmannafélags Suðurnesja, spurður hvort margir hafi sóst eftir að fara í…

„Það er ekkert hús laust akkúrat núna,“ segir Trausti Björgvinsson, formaður Starfsmannafélags Suðurnesja, spurður hvort margir hafi sóst eftir að fara í orlofshús vegna heitavatnsleysis á Suðurnesjum.

Trausti segir að tvö hús hafi verið bókuð af fólki sem var að flýja undan kulda á Suðurnesjum en önnur séu í venjulegri leigu til félagsfólks. Félagið hafi leyft Grindvíkingum að dvelja í orlofshúsunum þegar Grindavíkurbær var rýmdur á síðasta ári. Þeir sem þar voru hafi svo fundið sér annað húsnæði. „Við skoðum það núna strax á morgun hver staðan er og að bjóða upp á þetta aftur.“

Magnús S. Magnússon, formaður Verkalýðs- og sjómannafélags Sandgerðis, segir orlofshús félagsins ekki vera í leigu til fólks vegna heitavatnsleysisins á Suðurnesjum. Félagsmenn sem hafi bókað orlofshúsin séu í þeim.