Fjölskyldan og Páll 100 ára afmæli Páls Bergþórssonar, afa Konráðs, í ágúst síðastliðnum.
Fjölskyldan og Páll 100 ára afmæli Páls Bergþórssonar, afa Konráðs, í ágúst síðastliðnum.
40 ára Konráð er fæddur og uppalinn í Reykjavík og bjó þar fyrstu 33 ár ævi sinnar, utan þess að hann stundaði skiptinám í Fukuoka í Japan árið 2008. Árið 2017 flutti hann ásamt eiginkonu sinni á Seltjarnarnesið þar sem þau búa í dag ásamt fjórum börnum

40 ára Konráð er fæddur og uppalinn í Reykjavík og bjó þar fyrstu 33 ár ævi sinnar, utan þess að hann stundaði skiptinám í Fukuoka í Japan árið 2008. Árið 2017 flutti hann ásamt eiginkonu sinni á Seltjarnarnesið þar sem þau búa í dag ásamt fjórum börnum. Konráð er með lögfræðipróf frá Háskólanum í Reykjavík og starfar sem lögmaður hjá JSG lögmönnum, sem er lítið fjölskyldufyrirtæki, en þar starfa jafnframt faðir hans og tvö systkini.

„Ég hef haft mikla ánægju af því að sinna föðurhlutverkinu mestan minn frítíma síðastliðin tíu ár en jafnframt hef ég gefið mér tíma til að taka þátt í starfi Karlakórsins Esju, sem er eitthvert allra skemmtilegasta félagsstarf sem hægt er að taka þátt í og nærandi fyrir sálina. Þá hef ég sérstakan áhuga á snjallvæðingu heimilisins en ég held úti sérstökum Instagram-reikningi undir nafninu @excelpabbi þar sem ég fjalla um það áhugamál mitt. Auk þess fer ég oft í sund með fjölskyldunni og tel mig þar slá margar flugur í einu höggi – útrás fyrir börnin, heildarþrif á fjölskyldunni, engin tiltekt eftir leik barnanna og slökun fyrir okkur öll. Loks hef ég sérstaka unun af því að njóta samvista með eiginkonu minni; fara með henni út að borða, í sund eða prófa eitthvað nýtt með henni, en það má telja yfirborðsköfun, fjórhjól og gönguskíði á meðal þess sem við höfum tekið okkur fyrir hendur.“

Fjölskylda Eiginkona Konráðs er Rannveig B. Þórarinsdóttir, f. 1985. Börn þeirra eru Elsa Kristín, f. 2013, Bergþór, f. 2017, og tvíburarnir Bryndís og Hrafnhildur, f. 2019. Foreldrar Konráðs eru hjónin Jón Steinar Gunnlaugsson og Kristín Pálsdóttir sem eru búsett í Garðabæ.