— AFP/Justin Tallis
Karl III. Bretakonungur og Kamilla drottning fóru í messu í Sandringham í gær, og er það í fyrsta sinn sem þau sjást opinberlega eftir að tilkynnt var um veikindi konungs. Á laugardag birtist yfirlýsing frá konungnum þar sem hann þakkaði bata­óskir…

Karl III. Bretakonungur og Kamilla drottning fóru í messu í Sandringham í gær, og er það í fyrsta sinn sem þau sjást opinberlega eftir að tilkynnt var um veikindi konungs. Á laugardag birtist yfirlýsing frá konungnum þar sem hann þakkaði bata­óskir sem honum hefði borist og stuðning og velviljann sem hann hefði fundið frá því hann greindist með krabbamein. Hann sagði að allir sem hefðu fengið krabbamein vissu að það að finna slíkan hlýhug væri ómetanleg huggun og gæfi styrk.

Nálægt 100 manns voru í messunni og fjöldi manns hafði safnast saman nálægt kirkjunni, en kirkjan og nánasta umhverfi eru lokuð almenningi fram að páskum.

Enn hefur ekki verið upplýst hvers konar krabbamein konungur berst nú við.