Minning Sr. Aldís Rut Gísladóttir tendrar kerti. Biskup Íslands til vinstri.
Minning Sr. Aldís Rut Gísladóttir tendrar kerti. Biskup Íslands til vinstri. — Morgunblaðið/Sigurður Bogi
Fjölmenni var við guðsþjónustu í Hafnarfjarðarkirkju í gær þegar minnst var mannskaða í Nýfundnalandsveðrinu fyrir 65 árum

<autotextwrap>

Fjölmenni var við guðsþjónustu í Hafnarfjarðarkirkju í gær þegar minnst var mannskaða í Nýfundnalandsveðrinu fyrir 65 árum. Á fjarlægum miðum fórst þá togarinn Júlí með 30 mönnum. Nöfn þeirra manna voru lesin við messuna og prestar kveiktu á kertum í minningu þeirra. Einnig var þess með sama hætti minnst að 65 ár eru nú síðan vitaskipið Hermóður fórst við Stafnes með 12 mönnum.

Við athöfnina í gær voru sendifulltrúar Danmerkur, Íslands og Kanada, en í óveðri snemma árs 1959 fórst í jómfrúrferð sinni danska Grænlandsfarið Hans Hedtoft með 95 manns. Þá fórst við Nýfundnaland kanadíski togarinn Blue Wave með 12 mönnum. Minning fólksins sem fórst með þeim skipum var sömuleiðis heiðruð í Hafnarfirði í gær, að viðstöddum forseta Íslands. sbs@mbl.is