Áki Ármann Jónsson
Áki Ármann Jónsson
Skotvopna- og veiðilöggjöfin á Íslandi er strangari en í nágrannalöndunum að sögn Áka Ármanns Jónssonar formanns Skotvís [Skotveiðifélags Íslands]. Segist hann raunar ekki þekkja dæmi um jafn stranga löggjöf í Evrópu og sé útlit fyrir að hér hafi skotvopnalögin verið „gullhúðuð“, þ.e

Kristján Jónsson

kris@mbl.is

Skotvopna- og veiðilöggjöfin á Íslandi er strangari en í nágrannalöndunum að sögn Áka Ármanns Jónssonar formanns Skotvís [Skotveiðifélags Íslands]. Segist hann raunar ekki þekkja dæmi um jafn stranga löggjöf í Evrópu og sé útlit fyrir að hér hafi skotvopnalögin verið „gullhúðuð“, þ.e. gengið lengra en tilskipun ESB segir til um.

Fyrir Alþingi liggur frumvarp um breytingu á vopnalögum þar sem ganga á enn lengra en í nágrannalöndunum.

Skotvís, Bogveiðifélag Íslands og Gunnlogi, félag byssusafnara, hafa unnið að samanburði á vopna- og veiðilöggjöf innan ESB, á Norðurlöndunum og í EFTA-ríkjunum gagnvart sambærilegri löggjöf á Íslandi. Norræn skotveiðisambönd aðstoðuðu við upplýsingaöflunina.

„Við tókum saman upplýsingar og sendum skjalið til Alþingis. Við bárum okkur saman við Norðurlöndin, Sviss og fleiri lönd. Við erum með langströngustu vopna- og skotveiðilöggjöf í Evrópu. Við ákváðum því að taka saman upplýsingar og sýna fram á þetta í ljósi þess að hérlendis er sífellt talað um að herða löggjöfina,“ segir Áki Ármann.

Hann nefnir ýmis dæmi máli sínu til stuðnings.

„Hérlendis er fólki ekki leyft að prófa að skjóta úr byssu undir leiðsögn veiðimanns með skotvopnaleyfi en það er leyft alls staðar annars staðar. Lágmarksaldur til að fá skotvopnaleyfi er 20 ár en annars staðar er hann 18 ár, svo dæmi sé tekið. Hljóðdemparar eru skráningarskyldir á Íslandi en á Norðurlöndunum og í ESB-löndum dugir framvísun skotvopnaleyfis,“ bendir Áki á og segir að á fundi með allsherjarnefnd Alþingis hafi verið ljóst að þingmönnum hafi ekki verið kunnugt um að löggjöfin væri strangari hér.

Höf.: Kristján Jónsson