Karólína Lea Vilhjálmsdóttir, landsliðskona í knattspyrnu, er í úrvalsliði 13. umferðarinnar í þýsku 1. deildinni hjá knattspyrnuvefmiðlinum 90min.de eftir góða frammistöðu með Leverkusen gegn Nürnberg
Karólína Lea Vilhjálmsdóttir, landsliðskona í knattspyrnu, er í úrvalsliði 13. umferðarinnar í þýsku 1. deildinni hjá knattspyrnuvefmiðlinum 90min.de eftir góða frammistöðu með Leverkusen gegn Nürnberg. Hún lagði þá upp bæði mörk liðsins í útisigri, 2:1, og er í góðum félagsskap í úrvalsliðinu þar sem eru leikmenn eins og Lena Oberdorf, Linda Dallmann og Georgia Stanway. Leverkusen er í sjötta sæti deildarinnar.