Norður ♠ D1082 ♥ KG3 ♦ Á5 ♣ ÁK85 Vestur ♠ 743 ♥ 9862 ♦ DG1063 ♣ 3 Austur ♠ 6 ♥ D1054 ♦ K984 ♣ G1076 Suður ♠ ÁKG95 ♥ Á7 ♦ 72 ♣ D942 Suður spilar 6♠

Norður

♠ D1082

♥ KG3

♦ Á5

♣ ÁK85

Vestur

♠ 743

♥ 9862

♦ DG1063

♣ 3

Austur

♠ 6

♥ D1054

♦ K984

♣ G1076

Suður

♠ ÁKG95

♥ Á7

♦ 72

♣ D942

Suður spilar 6♠.

„Úrspilstæknin er í sjálfu sér einföld en sálfræðin að baki er áhugaverð.“ Eins og oft áður hafði Gölturinn litið yfir dagdálk Franks Stewarts á netinu og séð spil sem vakti hann til umhugsunar.

Fuglarnir skoðuðu spilið og Magnús mörgæs sá strax að 7♣ er glæsilegur samningur. „Já, við skulum ekki gráta úr okkur augun í sjö laufum – verkefnið er að klúðra ekki sex spöðum. Útspilið er tíguldrottning.“

Sagnhafi Stewarts tók þrisvar tromp, kannaði laufið með ♣ÁK og svínaði svo hjartagosa í örvæntingu. Einn niður. Stewart bendir á að suður geti unnið spilið á ýmsan hátt, en eina örugga leiðin sé að trompa út hjartað, leggja svo niður laufás og spila tígli. „Þetta væri augljós leið ef hjartagosinn í borði væri óbreyttur hundur,“ segir Gölturinn og í því liggur sálfræðipælingin: „Menn eru í eðli sínu nískir.“