Háskólar HR hefur ekki tekið ákvörðun um afnám skólagjalda.
Háskólar HR hefur ekki tekið ákvörðun um afnám skólagjalda. — Morgunblaðið/Eggert
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, bauð í gær skólastjórnendum sjálfstætt starfandi…

Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, bauð í gær skólastjórnendum sjálfstætt starfandi háskóla óskert fjárframlög frá ríkinu gegn afnámi skólagjalda. Sjálfstætt starfandi háskólar eru þrír: Háskólinn í Reykjavík, Háskólinn á Bifröst og Listaháskóli Íslands.

Með þessu boði kveðst Áslaug Arna vilja stuðla að valfrelsi ásamt því að styðja við ólík rekstrarform í menntakerfinu.

Listaháskóli Íslands tilkynnti um leið að skólagjöld yrðu felld niður við skólann frá og með komandi hausti.

Hvorki Háskólinn í Reykjavík né Háskólinn á Bifröst hafa tekið ákvörðun um framhaldið en segja að ákvörðun muni liggi fyrir um mánaðamótin, fyrir Háskóladaginn 2. mars.