Dr. Dreamy Dempsey leikur í <strong><em>Valentine&rsquo;s Day</em></strong><em>.</em>
Dr. Dreamy Dempsey leikur í Valentine’s Day. — AFP/Gabriel Bouys
Valentínusardagurinn er í dag en hann er sem fyrr helgaður ástinni og haldinn hátíðlegur á messudegi heilags Valentínusar ár hvert, þann 14. febrúar. Dagurinn á uppruna sinn í Evrópu á 14. öld en á þessum degi tíðkast gjarnan að gefa ástinni sinni fallega skrifað kort, konfekt og blóm

Anna Rún Frímannsdóttir

Valentínusardagurinn er í dag en hann er sem fyrr helgaður ástinni og haldinn hátíðlegur á messudegi heilags Valentínusar ár hvert, þann 14. febrúar. Dagurinn á uppruna sinn í Evrópu á 14. öld en á þessum degi tíðkast gjarnan að gefa ástinni sinni fallega skrifað kort, konfekt og blóm. Þessi siður hefur nú fest sig rækilega í sessi hér á landi og sífellt fleiri kjósa að halda upp á hann, þá sér í lagi unga fólkið.

Þá hafa í gegnum tíðina fjölmargar kvikmyndir verið tileinkaðir ástinni og þessum vinsæla degi. Má þar einna helst nefna Valentine’s Day, sem kom út árið 2010, en hún skartar fjölmörgum stórleikurum. Ber þar úr fríðum og föngulegum hópi meðal annars að nefna Juliu Roberts, Jessicu Alba, Kathy Bates, Bradley Cooper, Patrick Dempsey, Anne Hathaway, Ashton Kutcher og Shirley MacLaine. Er myndin úr smiðju leikstjóra Pretty Woman sem er að margra mati ein rómantískasta mynd allra tíma.

Því segi ég við ykkur sem viljið halda upp á daginn og þessa gömlu hefð, komið ykkur þægilega fyrir í sófanum með ástinni ykkar og horfið á Valentine’s Day. Þessi mynd er nefnilega alveg frábær og minnir okkur á að ástin er alls konar en alltaf jafn falleg, einstök og æðisleg.

Höf.: Anna Rún Frímannsdóttir