Breski tónlistarmaðurinn Jacob Collier tekur þátt í Listahátíð í sumar en hátíðinni lýkur með stórtónleikum hans í Eldborg 16. júní. „Collier er hæfileikaríkur tónlistarmaður með fullkomið tóneyra og er nú einn af eftirsóttustu tónlistarmönnum í heimi,“ segir meðal annars í tilkynningu

Breski tónlistarmaðurinn Jacob Collier tekur þátt í Listahátíð í sumar en hátíðinni lýkur með stórtónleikum hans í Eldborg 16. júní. Collier er hæfileikaríkur tónlistarmaður með fullkomið tóneyra og er nú einn af eftirsóttustu tónlistarmönnum í heimi,“ segir meðal annars í tilkynningu. Fyrr í mánuðinum hlaut hann Grammy-verðlaun fyrir útsetningu, hljóðfæraleik og söng í laginu In the Wee Small Hours of the Morning“ en hann hefur hlotið sex Grammy-verðlaun. Það sama kvöld spilaði hann með Joni Mitchell þegar hún flutti lagið Both Sides Now.