Kirkjan velur biskupsefni í mars.
Kirkjan velur biskupsefni í mars.
Kjörstjórn þjóðkirkjunnar leggur til við forsætisnefnd kirkjuþings að tilnefningarferlið sem er undanfari biskupskosninga hefjist 7. mars og hefur forsætisnefndin samþykkt þá tillögu, skv. upplýsingum blaðsins

Kjörstjórn þjóðkirkjunnar leggur til við forsætisnefnd kirkjuþings að tilnefningarferlið sem er undanfari biskupskosninga hefjist 7. mars og hefur forsætisnefndin samþykkt þá tillögu, skv. upplýsingum blaðsins.

Tilnefningarnar munu standa yfir í 5 daga, en biskupskosning er síðan áformuð í 2. viku aprílmánaðar. Þar verður kosið á milli þeirra 3 sem flestar tilnefningar fengu og gefa kost á sér. Þau sem hafa lýst því yfir að þau taki við tilnefningum eru eftirfarandi: Helga Soffía Konráðsdóttir, sóknarprestur í Háteigskirkju, Guðrún Karls Helgudóttir, sóknarprestur í Grafarvogskirkju, Ninna Sif Svavarsdóttir, sóknarprestur í Hveragerði, Guðmundur Karl Brynjarsson, sóknarprestur í Lindakirkju í Kópavogi, Kristján Björnsson, vígslubiskup í Skálholti, Elínborg Sturludóttir, prestur við Dómkirkjuna í Reykjavík, og Bjarni Karlsson fyrrverandi sóknarprestur í Laugarneskirkju og í Vestmannaeyjum.