Kjörstjórn þjóðkirkjunnar leggur til við forsætisnefnd kirkjuþings að tilnefningarferlið sem er undanfari biskupskosninga hefjist 7. mars og hefur forsætisnefndin samþykkt þá tillögu, skv. upplýsingum blaðsins.
Tilnefningarnar munu standa yfir í 5 daga, en biskupskosning er síðan áformuð í 2. viku aprílmánaðar. Þar verður kosið á milli þeirra 3 sem flestar tilnefningar fengu og gefa kost á sér. Þau sem hafa lýst því yfir að þau taki við tilnefningum eru eftirfarandi: Helga Soffía Konráðsdóttir, sóknarprestur í Háteigskirkju, Guðrún Karls Helgudóttir, sóknarprestur í Grafarvogskirkju, Ninna Sif Svavarsdóttir, sóknarprestur í Hveragerði, Guðmundur Karl Brynjarsson, sóknarprestur í Lindakirkju í Kópavogi, Kristján Björnsson, vígslubiskup í Skálholti, Elínborg Sturludóttir, prestur við Dómkirkjuna í Reykjavík, og Bjarni Karlsson fyrrverandi sóknarprestur í Laugarneskirkju og í Vestmannaeyjum.