EM 2022 Karólína Lea Vilhjálmsdóttir fagnar marki á Englandi.
EM 2022 Karólína Lea Vilhjálmsdóttir fagnar marki á Englandi. — Morgunblaðið/Eggert
Svisslendingar ætla að skera niður fjárútlát til Evrópumóts kvenna í knattspyrnu sem fer fram í Sviss sumarið 2025. Svisslendingar ætluðu að veita mótshöldurum 15 milljónir franka en í staðinn verða milljónirnar aðeins fjórar en það samsvarar um 625 …

Svisslendingar ætla að skera niður fjárútlát til Evrópumóts kvenna í knattspyrnu sem fer fram í Sviss sumarið 2025. Svisslendingar ætluðu að veita mótshöldurum 15 milljónir franka en í staðinn verða milljónirnar aðeins fjórar en það samsvarar um 625 milljónum íslenskra króna í stað 2,3 milljarða króna. EM kvenna verður haldið í fjórtánda sinn á næsta ári en síðasta mót fór fram á Englandi og var það stærsta frá upphafi.