Keflavík Önnur vélanna sem um ræðir á Keflavíkurflugvelli í gær. Skemmd ofan á stélinu sést greinilega. Skemmdir á hinni vélinni eru lítt sjáanlegar.
Keflavík Önnur vélanna sem um ræðir á Keflavíkurflugvelli í gær. Skemmd ofan á stélinu sést greinilega. Skemmdir á hinni vélinni eru lítt sjáanlegar.
Kristján Jónsson kris@mbl.is Flugmennirnir einkaflugvélanna sem rákust saman fyrir sunnan landið sl. sunnudag flugu vélunum samsíða áður en þær rákust saman, samkvæmt heimildum Morgunblaðsins.

Kristján Jónsson

kris@mbl.is

Flugmennirnir einkaflugvélanna sem rákust saman fyrir sunnan landið sl. sunnudag flugu vélunum samsíða áður en þær rákust saman, samkvæmt heimildum Morgunblaðsins.

Eins og fram hefur komið rakst vinstri loftskrúfa annarrar vélarinnar í hægri láréttan stélflöt á hinni. Ekki urðu slys á fólki en vélarnar standa nú á Keflavíkurflugvelli.

Á meðfylgjandi korti má virða fyrir sér feril flugvélanna úr Flight Radar, en þær voru á leið til Keflavíkur frá Belfast á Norður-Írlandi.

Samkvæmt heimildum Morgunblaðsins voru vélarnar upphaflega í blindflugi, yfir 19.500 fetum, og flugmennirnir óskuðu eftir því að fljúga samflug (e. formation) en fengu neitun úr flugturni. Þá lækkuðu þeir sig niður fyrir 19.500 fet og komu sér í svonefnt E-rými þar sem hægt er að fljúga sjónflug og flugu þá samsíða. Þá flaug önnur vélin yfir hina og skrúfa í öðrum hreyfli efri vélarinnar rakst í stélið á vélinni fyrir neðan, eftir því sem heimildir blaðsins herma.

Þessi atvikalýsing var borin ­undir Ragnar Guðmundsson hjá rannsóknarnefnd samgönguslysa, en hann segir ekki tímabært að tjá sig nokkuð um einstök atvik, þar sem rannsóknin sé enn í fullum gangi.

Höf.: Kristján Jónsson