Tvöföld kvikmyndasýning, með myndum sem teknar eru á filmur af gerðinni súper 8mm, verður haldin í Norræna húsinu í dag, fimmtudaginn 15. febrúar. Þar verða annars vegar sýndar íslenskar avant-garde-kvikmyndir og hins vegar úrval sjaldgæfra mynda úr hinu mikla kvikmyndasafni Páls Óskars. Meðal kvikmyndagerðarmanna sem taka þátt eru Maria Meldgaard, Haust, Vilborg Lóa Jónsdóttir, Óðal, Hrafnkell Tumi Georgsson og sýningarstjórinn Lee Lynch.
Dagskráin hefst kl. 17 á sýningu á avant-garde-kvikmyndum eftir listamenn á Íslandi. Milli kl. 17.45 og 18.30 verður hlé og því næst tekur við kynning og sýning Páls Óskars á kvikmyndum úr safni hans, sem stendur til kl. 20.30.