Dimmalimm sem Atli Heimir Sveinsson samdi við samnefnt ævintýri eftir Mugg, Guðmund Thorsteinsson, verður flutt í Eldborg Hörpu á morgun, laugardag, kl. 14 undir stjórn Ross Jamies Collins. Flytjendur eru Sinfóníuhljómsveit Íslands, kórstúlkur úr…

Dimmalimm sem Atli Heimir Sveinsson samdi við samnefnt ævintýri eftir Mugg, Guðmund Thorsteinsson, verður flutt í Eldborg Hörpu á morgun, laugardag, kl. 14 undir stjórn Ross Jamies Collins. Flytjendur eru Sinfóníuhljómsveit Íslands, kórstúlkur úr Graduale-kór Langholtskirkju og dansarar úr Listdansskóla Íslands en trúðurinn Barbara er sögumaður og kynnir tónleikanna. Dimmalimm er fylgt úr hlaði með völdum þáttum úr Svanavatninu eftir Tsjajkovskíj og tónleikunum lýkur á fjöldasöng með Kvæðinu um fuglana eftir Atla Heimi.