Nikol Pashinyan
Nikol Pashinyan
Nikol Pashinyan forsætisráðherra Armeníu sagði í gær að stjórnvöld í Aserbaísjan hefðu uppi áform um að hefja „allsherjarstríð“ gegn Armeníu. Mikil spenna hefur ríkt í samskiptum ríkjanna síðustu mánuði eftir að Aserar hertóku…

Nikol Pashinyan forsætisráðherra Armeníu sagði í gær að stjórnvöld í Aserbaísjan hefðu uppi áform um að hefja „allsherjarstríð“ gegn Armeníu. Mikil spenna hefur ríkt í samskiptum ríkjanna síðustu mánuði eftir að Aserar hertóku Nagornó-Karabakh-hérað, þar sem Armenar voru í meirihluta, í september sl.

Óttast stjórnvöld í Armeníu að Aserar vilji leggja undir sig hluta landsins til þess að mynda landbrú til Nakhtsjívan-héraðs, sem tilheyrir Aserbaísjan.