Hávörn Lovísa Rut Aðalsteinsdóttir og Paula del Olmo, sem var stigahæst með 21 stig fyrir KA, með hávörn gegn HK í Digranesi í gærkvöldi.
Hávörn Lovísa Rut Aðalsteinsdóttir og Paula del Olmo, sem var stigahæst með 21 stig fyrir KA, með hávörn gegn HK í Digranesi í gærkvöldi. — Morgunblaðið/Arnþór
Afturelding og KA tryggðu sér í gærkvöldi sæti í úrslitaleik bikarkeppni kvenna í blaki með öruggum sigrum í undanúrslitum í Digranesi. Afturelding, sem er á toppnum í úrvalsdeild, mætti Blakfélagi Hafnarfjarðar, sem er á toppnum í 1

Afturelding og KA tryggðu sér í gærkvöldi sæti í úrslitaleik bikarkeppni kvenna í blaki með öruggum sigrum í undanúrslitum í Digranesi.

Afturelding, sem er á toppnum í úrvalsdeild, mætti Blakfélagi Hafnarfjarðar, sem er á toppnum í 1. deild, og vann 3:0.

Mosfellingar unnu fyrstu hrinu 25:18, aðra hrinu 25:16 og þriðju hrinu 25:14.

Fyrr um kvöldið mættust HK og ríkjandi Íslands- og bikarmeistarar KA, sem höfðu að lokum betur, 3:0.

KA vann fyrstu tvær hrinurnar örugglega, 25:14 og 25:15. Í þriðju hrinunni beit HK frá sér og komst í 10:16 áður en KA sneri taflinu við, vann hrinuna 25:19 og leikinn um leið. Bikarúrslitaleikur Aftureldingar og KA, sem hefur orðið bikarmeistari undanfarin tvö tímabil, fer fram í Digranesi klukkan 13 á morgun.