Mokstur Snjómokstur er hluti af vetrarríkinu hér á Íslandi.
Mokstur Snjómokstur er hluti af vetrarríkinu hér á Íslandi. — Morgunblaðið/Árni Sæberg
Misjafnt getur verið hvernig sveitarfélög kjósa að haga snjómokstri í frístundabyggðum en greint var frá því í blaðinu á dögunum að Grindvíkingar sem búsettir eru í frístundahúsum í Grímsnes- og Grafningshreppi hefðu ekki fengið snjómokstur

Misjafnt getur verið hvernig sveitarfélög kjósa að haga snjómokstri í frístundabyggðum en greint var frá því í blaðinu á dögunum að Grindvíkingar sem búsettir eru í frístundahúsum í Grímsnes- og Grafningshreppi hefðu ekki fengið snjómokstur. Sveitarfélagið vísaði á Samband íslenskra sveitarfélaga.

„Sveitarfélög setja sér sjálf reglur um snjómokstur í frístundabyggðum og þær geta verið misjafnar eftir sveitarfélögum. Sveitarfélögum er í grunninn ekki heimilt að fara fram hjá þeim reglum sem þau hafa sett með tilliti til jafnræðisreglu,“ segir í svari frá SÍS og tekið er fram að Grindvíkingar fái margvíslega aðstoð.

„Sveitarfélög um allt land hafa stigið inn og aðstoðað Grindvíkinga eftir bestu getu og möguleikum, til dæmis í skóla- og velferðarmálum. Verkefni sveitarfélaganna og sambandsins er fyrst og fremst að styðja við sveitarfélagið Grindavík og starfsfólk í þessum stóru verkefnum sem þau glíma nú við.“