Öflugur Birgir Steinn Jónsson lék afar vel fyrir Aftureldingu í sigrinum á Stjörnunni í gærkvöldi. Skoraði hann níu mörk og gaf fjórar stoðsendingar.
Öflugur Birgir Steinn Jónsson lék afar vel fyrir Aftureldingu í sigrinum á Stjörnunni í gærkvöldi. Skoraði hann níu mörk og gaf fjórar stoðsendingar. — Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Afturelding lagði Stjörnuna að velli, 32:26, þegar liðin áttust við í úrvalsdeild karla í handknattleik í Mosfellsbæ í gærkvöldi. Fyrri hálfleikur var jafn og spennandi og sá síðari var það sömuleiðis framan af

Afturelding lagði Stjörnuna að velli, 32:26, þegar liðin áttust við í úrvalsdeild karla í handknattleik í Mosfellsbæ í gærkvöldi.

Fyrri hálfleikur var jafn og spennandi og sá síðari var það sömuleiðis framan af.

Þegar um tíu mínútur voru eftir sleit Afturelding sig hins vegar frá gestunum og vann að lokum öruggan sex marka sigur.

Birgir Steinn Jónsson átti stórleik fyrir Aftureldingu er hann skoraði níu mörk og gaf fjórar stoðsendingar. Ihor Kopyshynskyi og Þorsteinn Leó Gunnarsson bættu við sex mörkum hvor.

Daníel Karl Gunnarsson var markahæstur hjá Stjörnunni með sex mörk. Hergeir Grímsson skoraði þá fimm mörk og gaf fimm stoðsendingar. Adam Thorstensen varði 12 skot í markinu.

Afturelding er enn í 3. sæti deildarinnar en nú með 23 stig. Stjarnan er í 7. sæti með 13 stig.