— AFP/Andrew Caballero-Reynolds
Sigurhátíð bandaríska ruðningsliðsins Kansas City Chiefs endaði með skelfingu í fyrrakvöld þegar skotárás var gerð við aðallestarstöðina í borginni, en þar höfðu mörg þúsund manns komið saman til þess að hefja skrúðgöngu til heiðurs Ofurskálarmeisturunum

Sigurhátíð bandaríska ruðningsliðsins Kansas City Chiefs endaði með skelfingu í fyrrakvöld þegar skotárás var gerð við aðallestarstöðina í borginni, en þar höfðu mörg þúsund manns komið saman til þess að hefja skrúðgöngu til heiðurs Ofurskálarmeisturunum.

Ein kona féll og 22 særðust í skotárásinni. Að minnsta kosti ellefu börn voru á meðal hinna særðu, en fjölskyldufólk fjölmennti á sigurhátíðina. Að minnsta kosti þrír voru enn á sjúkrahúsi í gær, þar af tveir lífshættulega slasaðir.

Þrír voru handteknir á vettvangi fljótlega eftir að árásin hófst. Stacey Graves, lögreglustjóri í Kansas City, sagði í gær að svo virtist sem árásin hefði átt rætur í ósætti á milli þriggja manna og að ekki væri litið á hana sem hryðjuverk.