Mark Gylfi Þór Sigurðsson fagnar marki í Laugardalnum í október.
Mark Gylfi Þór Sigurðsson fagnar marki í Laugardalnum í október. — Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu fellur um tvö sæti á nýjum heimslista FIFA sem gefinn var út í gær. Íslenska liðið er sem stendur í 73. sæti listans en var í 71. sæti síðast þegar listinn var gefinn út hinn 21

Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu fellur um tvö sæti á nýjum heimslista FIFA sem gefinn var út í gær. Íslenska liðið er sem stendur í 73. sæti listans en var í 71. sæti síðast þegar listinn var gefinn út hinn 21. desember á síðasta ári. Íslenska liðið var í 63. sæti listans í desember árið 2022 og hefur því fallið um tíu sæti á listanum á rúmlega tveimur árum. Heimsmeistarar Argentínu tróna á toppnum, Frakkar eru í öðru sæti og England í því þriðja.