Óli Björn Kárason
Óli Björn Kárason
Óli Björn Kárason þingmaður Sjálfstæðisflokksins hefur ásamt fleiri þingmönnum lagt fram þingsályktunartillögu þar sem lagt er til að fjármála- og efnahagsráðherra skipi nefnd til að móta langtímaáætlun um sölu ríkiseigna, lækkun á skuldum ríkissjóðs og fjárfestingu í innviðum

Óli Björn Kárason þingmaður Sjálfstæðisflokksins hefur ásamt fleiri þingmönnum lagt fram þingsályktunartillögu þar sem lagt er til að fjármála- og efnahagsráðherra skipi nefnd til að móta langtímaáætlun um sölu ríkiseigna, lækkun á skuldum ríkissjóðs og fjárfestingu í innviðum. Lagt er til að nefndin skili áfangaskýrslu þar sem úttekt verði gerð á eignum ríkissjóðs, þar á meðal jörðum og öðrum fasteignum og beinum og óbeinum eignarhlutum í fyrirtækjum, en í lokaskýrslu verði meðal annars nánara verðmat og lagðir fram kostir og gallar þess að selja, að hluta til eða að öllu leyti, hluti í einstökum fyrirtækjum.