Ingólfur Ómar skrifar mér: Nú er öskudagurinn runninn upp og veður er bjart og fallegt. Einhvern tímann var sagt að hann ætti sér 18 bræður og samkvæmt þeirri þjóðtrú ætti veðrið að vera eins næstu 18 daga: Ljóma krýna loftsins vegi ljóssins glæður

Ingólfur Ómar skrifar mér: Nú er öskudagurinn runninn upp og veður er bjart og fallegt. Einhvern tímann var sagt að hann ætti sér 18 bræður og samkvæmt þeirri þjóðtrú ætti veðrið að vera eins næstu 18 daga:

Ljóma krýna loftsins vegi

ljóssins glæður.

Talið að öskudagur eigi

átján bræður.

Ólafur Stefánsson skrifar á Boðnarmjöð: Morgunganga (í gluggaveðri):

Frá köldum marrsnjó

kuli andar

um kraga og háls.

Morgunsins ganga

máttinn styrkir,

úr myrkri loks frjáls.

Sem þrúgað hefur

þrálátt um tíma,

þó að björt væru jól.

Því skulum við gleðjast

í gaddi og sköflum

við glampandi sól.

Gunnar J. Straumland skrifar:

„Að vera eða ekki vera …“

„Hvenær drepur maður mann og hvenær drepur maður ekki mann?“

Hvenær raddar maður tvöfalt ell og hvenær ekki?

Hún freistaði Bolla ein bolla

í bolla sem átti hún Solla

sem vart náði að tolla

í vinnu en drolla

hún vildi með kallinum Kolla.

Margrét Rósa Jóhannesdóttir skrifar: Hér kemur sjálfslýsing eftir Magga í Skuld (Magnús Þorbergur Jakobsson) sem hafði mest áhrif á mig í sambandi við vísnagerð. Þar fékk ég áhugann, barnung. Maggi orti yfirleitt vísur á hverjum degi. T.d. tók hann alltaf blaðið af dagatalinu hennar ömmu og orti eina vísu á dag handa nágrannakonu ömmu sem kom í kaffisopa á morgnana. Hér kemur ein sem mér er minnisstæð:

Stungið er niður staf með smelli,

Stuðst við vegg og dæst.

Svona er þessi árans elli,

af henni þetta fæst.

Sjálfslýsing Magga í Skuld:

Maður er ég meðalhár,

mjór þó ekki á skrokkinn.

Axlaslappur, ennislár.

Augun djúpt inn sokkin.

Hér kemur, held ég, úrkast og hringhent afbrigði af ferskeytlu. Allt ósköp einfalt og saklaust á sunnudegi:¶ Töluvert það tefjast kann¶ að tíminn líði.¶ Stórlega þó styttist hann¶ við stökusmíði.¶ x¶ Sólin merlar glæ og grund¶ glöð á ferli sínum,¶ lýsir Erlu og um stund¶ öðrum kerlum mínum.¶ Limra eftir Pál Tryggvason:¶ Jóni og Gunnu finnst gaman¶ að glápa í spegilinn saman¶ þeim þykir það æði¶ því þau eru bæði¶ svo ferlega skrítin í framan.¶ Hjörtur Gíslason kvað:¶ Öls við dýra amorskrᶠýmsra skýrast lestir.¶ Ævintýra- og ástarþrᶠeru vírus-pestir.¶ x¶ Oft við dróttar innstu vé¶ eyði ég nóttu glaður,¶ enda þótt ég ekki sé¶ eftirsóttur maður.¶ Símon Dalaskáld kvað á Holtavörðuheiði:¶ Þykkviðrin og þokan grᶠþótt ei linni um fjöllin hᶠkafa vinn ég kaldan snjᶠkonu minnar fundinn á.¶ Öfugmælavísan sem eins og endranær er eignuð Bjarna Jónssyni Borgfirðingaskáldi:¶ Golþorsk sá ég grafa staf,¶ göngulóna skrifa bréf,¶ svínið stífa tárhreint traf,¶ taka úr bauk í nefið ref.¶