Sólveig Anna Jónsdóttir
Sólveig Anna Jónsdóttir
[ Smellið til að sjá stærri mynd ]
Kjarasamningar eru í uppnámi, aðallega að því er virðist vegna kröfu breiðfylkingarinnar um að þar skuli samið um vaxtastefnu Seðlabankans. Í forystugrein Viðskiptablaðsins voru kröfurnar lýstar fráleitar og góð rök færð fyrir. Jafnvel þó deiluaðilar gætu gert út um sjálfstæði Seðlabankans, þá væru ráðstafanirnar fásinna.

Kjarasamningar eru í uppnámi, aðallega að því er virðist vegna kröfu breiðfylkingarinnar um að þar skuli samið um vaxtastefnu Seðlabankans. Í forystugrein Viðskiptablaðsins voru kröfurnar lýstar fráleitar og góð rök færð fyrir. Jafnvel þó deiluaðilar gætu gert út um sjálfstæði Seðlabankans, þá væru ráðstafanirnar fásinna.

Sólveig Anna Jónsdóttir var aldrei þessu vant ósammála Viðskiptablaðinu og sagði frá því á kjarnyrtu máli meðal alþýðunnar á Facebook. Sem vekur aðallega spurningar um af hverju hún kemst í slíkt uppnám ef skoðun Viðskiptablaðsins er tóm della.

Þetta er þó ekki í fyrsta sinn sem aðilar vinnumarkaðarins detta niður á það snjallræði að semja um það sem Seðlabankinn skuli gera, því í samningalotu á vordögum 2019 ákváðu stóru verkalýðsfélögin og Samtök atvinnulífsins (SA) að gera vaxtalækkanir að samningsforsendu, svo vinnufriðurinn yrði einhvern veginn á ábyrgð Seðlabankans.

Gylfi Zoëga, hagfræðiprófessor sem þá sat í peningastefnunefnd Seðlabankans og er ekki þekktur að stóryrðum, var spurður um þetta forsenduákvæði af fréttastofunni Bloomberg. „Þetta er ekki í lagi,“ sagði Gylfi. „Seðlabanki Íslands er sjálfstæð stofnun,“ minnti hann á og lýsti nálgun samningsaðila sem „brjálæðislegri hugmynd“. „Crazy“, sagði Bloomberg.