Leikið sér með tákn í Smáralind.
Leikið sér með tákn í Smáralind.
Vísindasýning hefur verið sett upp á fjórum stöðum á göngugötu Smáralindar á 1. hæð. Sýningin kemur frá Þýskalandi og er sérstaklega hönnuð fyrir verslunarmiðstöðvar, segir í tilkynningu frá Smáralind

Vísindasýning hefur verið sett upp á fjórum stöðum á göngugötu Smáralindar á 1. hæð. Sýningin kemur frá Þýskalandi og er sérstaklega hönnuð fyrir verslunarmiðstöðvar, segir í tilkynningu frá Smáralind.

Sýning stendur til og með 28. febrúar næstkomandi. „Undir slagorðinu „Science on Tour“ fer sýningin á milli landa í þeim tilgangi að sem flestir fái tækifæri til að prófa og kynnast heillandi fyrirbærum úr heimi vísindanna. Þetta er sýning sem er fræðandi á sama tíma og hún er skemmtileg afþreying fyrir fólk á öllum aldri,“ segir í tilkynningunni og er bent á að þetta geti verið tilvalin afþreying fyrir fjölskyldur í vetrarfríi.

Meðal annars er hægt að semja laglínu með litum, uppgötva hvaða litir tengjast hvaða tilfinningum, skynja tengla á milli lyktar og lita ásamt því að leyfa sköpunargleðinni að njóta sín í mósaíklist.

Er sýningin staðsett við H&M, Lyfju, Nespresso og Pennann Eymundsson.