Guðrún Lára Sigurðardóttir fæddist á Kúfhóli 13. júní 1937. Hún lést 5. febrúar 2024.

Hún var dóttir hjónanna Sigurðar Þorsteinssonar og Guðríðar Ólafsdóttur. Guðrún Lára var ætíð kölluð Stella og það nafn færðist milli systra eftir því sem þær komu í heiminn.

Guðrún var næstyngst níu barna sem þau hjónin eignuðust.

Hinn 19. október 1957 giftist Guðrún Stefáni Jóni Jónssyni, skólastjóra í Austur-Landeyjum.

Þau eignuðust einn son, Hrafnkel, og fósturson, Haldor Gunnar Haldorsen.

Útförin fer fram frá Krosskirkju í dag, 17. febrúar 2024, og hefst klukkan 14. Minningargrein um Guðrúnu Láru er að finna á: www.mbl.is/andlat