Margir eiga til að setja sér metnaðarfull markmið hvað varðar heilsuna sem verða svo að engu. Anna Steinsen hjá KVAN gaf nokkur góð ráð í síðdegisþættinum Skemmtilegri leiðin heim. „Ég held að þegar við förum af stað þá förum við of geyst af stað

Margir eiga til að setja sér metnaðarfull markmið hvað varðar heilsuna sem verða svo að engu. Anna Steinsen hjá KVAN gaf nokkur góð ráð í síðdegisþættinum Skemmtilegri leiðin heim. „Ég held að þegar við förum af stað þá förum við of geyst af stað. Setjum okkur of mörg markmið og flest markmið sem við setjum okkur þau klikka fljótt,“ segir Anna og segir marga Íslendinga vilja gera allt. „Þú verður að gera þetta þannig að þetta standist hjá þér, byrja smátt því þá er svo æðislega gaman að ná markmiðunum.“ Jón Axel útvarpsmaður segir þá í kjölfarið frá því að hans markmið hafi verið að verða sykurlaus. „En nú er ég á degi tvö og ég er um það bil að kyrkja einhvern,“ segir hann. „Svo er það. Sumir eiga auðveldara með það en aðrir og ég hef komist að því. Sumir eiga mjög auðvelt með sykurleysi en aðrir eru við það brjótast inn í bakarí,“ segir Anna og hlær. Lestu meira á K100.is.