— Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Mikil gleði var meðal ferðamanna sem kíktu á Bláa lónið við opnun í gær. Nokkrir þeirra lýstu því yfir við blaðamann á staðnum að þeir hefðu helst verið til í að sjá smá hraunrennsli á meðan þeir væru þarna, en svo varð ekki

Mikil gleði var meðal ferðamanna sem kíktu á Bláa lónið við opnun í gær. Nokkrir þeirra lýstu því yfir við blaðamann á staðnum að þeir hefðu helst verið til í að sjá smá hraunrennsli á meðan þeir væru þarna, en svo varð ekki. Á bilinu 300-500 gestir voru í Bláa lóninu í gær. Þá voru um 250-300 starfsmenn mættir til starfa í lóninu, að sögn Helgu Árnadóttur, framkvæmdastjóra sölu, rekstrar og þjónustu.