Listamaður Hildur Ásgeirsdóttir Jónsson sýndi í Hafnarborg 2023.
Listamaður Hildur Ásgeirsdóttir Jónsson sýndi í Hafnarborg 2023. — Morgunblaðið/Ásdís
Infinite Space, Sublime Horizons nefnist sýning sem Hildur Ásgeirsdóttir Jónsson opnar í Bechtler-nútímalistasafninu í Norður-Karólínu í dag, en sýningin stendur til 2. júní

Infinite Space, Sublime Horizons nefnist sýning sem Hildur Ásgeirsdóttir Jónsson opnar í Bechtler-nútímalistasafninu í Norður-Karólínu í dag, en sýningin stendur til 2. júní. Í kynningu á vef safnsins kemur fram að Hildur, sem er fædd og uppalin á Íslandi, hafi eytt síðustu 30 árum í að þróa einstaka tækni sína sem bræði saman málun, vefnað og teikningu. Bent er á að myndheimur hennar byggist á grípandi landslagi og birtu Íslands og að í verkum sínum vinni hún með umhverfismál.

Sýningin, sem er skipulögð af Frederick R. Weisman-listasafninu við Pepperdine-háskóla, inniheldur stór málverk, sem búin hafa verið til á vefstól, og innilegri vatnslitamyndir og teikningar.