AKRANESKIRKJA | Sunnudagaskóli kl. 11. Kvöldmessa kl. 20. Sr. Ólöf Margrét Snorradóttir þjónar, Kór Akraneskirkju syngur, organisti er Hilmar Örn Agnarsson.
AKUREYRARKIRKJA | Messa kl. 11. Prestur er Jóhanna Gísladóttir. Félagar úr Kór Akureyrarkirkju syngja. Organisti er Eyþór Ingi Jónsson. Sunnudagaskóli í Safnaðarheimilinu kl. 11. Leikfélag VMA kemur í heimsókn með Dýrin í Hálsaskógi og skemmtir okkur. Umsjón Sonja Kro og Hólmfríður Hermannsdóttir.
ÁRBÆJARKIRKJA | Guðsþjónusta kl. 11. Kór Árbæjarkirkju syngur undir stjórn Stefáns H. Kristinssonar organista. Sr. Þór Hauksson prédikar og þjónar fyrir altari. Sunnudagaskólinn er á sama tíma í safnaðarheimilinu í umsjón Önnu Siggu og Valla. Kaffi og spjall eftir stundina.
BESSASTAÐASÓKN | Sunnudagaskóli í Brekkuskógum 1 kl. 11. Umsjón með stundinni hafa Vilborg Ólöf djákni, Þórarinn og Þórey María. Síðdegisguðsþjónusta í Bessastaðakirkju í samstarfi við Kvenfélag Álftaness kl. 17. Sr. Elínborg Gísladóttir sóknarprestur í Grindavík prédikar og þjónar fyrir altari ásamt sr. Hans Guðbergi, Vilborgu Ólöfu djákna, Margréti djákna og Margréti Eggertsdóttur bænakonu. Ástvaldur organisti og gestasöngvari er Þorgerður Ása Aðalsteinsdóttir. Kvenfélagskonur lesa ritningarlestra.
BÚSTAÐAKIRKJA | Barnamessa kl. 11. Kata, Iðunn, sr. María og Antonía leiða stundina. Guðsþjónusta kl. 13. Dr. Jón Ásgeir Sigurvinsson héraðsprestur þjónar ásamt messuhópi, Jónasi Þóri og Kammerkór Bústaðakirkju. Miðvikudagur: Félagsstarf eldri borgara kl. 13-16. Fimmtudagur: Foreldramorgnar kl. 10-12.
DIGRANESKIRKJA | Messa kl. 11. Kvennakórinn Rósir syngur með og fyrir söfnuðinn. Gróa Hreinsdóttir er organisti og sr. Alfreð Örn þjónar. Íþrótta- og sunnudagaskóli kl. 11. Börnin mega koma í búningum, Ásdís og Sara hafa umsjón. Súpa í safnaðarheimili eftir stundirnar.
DÓMKIRKJAN | Messa kl. 11. Sr. Sveinn Valgeirsson, Guðmundur Sigurðsson og Dómkórinn. Bæna-og kyrrðarstundir alla þriðjudaga kl. 12.
FRÍKIRKJAN Reykjavík | Guðsþjónusta sunnudag kl. 14. Sr. Hjörtur Magni leiðir stundina. Hljómsveitin Mantra og Sönghópurinn við Tjörnina ásamt Aðalheiði Þorsteinsdóttur, píanóleikara. Fermingarbörn og fjölskyldur þeirra eru hvött til að mæta.
GRAFARVOGSKIRKJA | Guðsþjónusta kl. 11. Sr. Arna Ýrr Sigurðardóttir þjónar.Kór Grafarvogskirkju leiðir söng. Organisti er Lára Bryndís Eggertsdóttir. Sunnudagaskóli er á sama tíma á neðri hæð kirkjunnar. Umsjón hafa Kristín Kristjánsdóttir djákni og Hulda Berglind Tamara.Undirleikari er Stefán Birkisson.Vörðumessa í Kirkjuselinu í Spöng kl. 13. Kristín Kristjánsdóttir djákni þjónar. Vox Populi leiðir söng.Organisti er Lára Bryndís Eggertsdóttir.Kertaljós og tónlist.
GRENSÁSKIRKJA | Messa kl. 11. Dr. Jón Ásgeir Sigurvinsson héraðsprestur þjónar ásamt messuhópi. Jónas Þórir kantor og Kirkjukór Grensáskirkju annast tónlist. Þriðjudagur: Kyrrðar- og fyrirbænastund kl. 12. Létt máltíð á eftir. Fimmtudagur: Kyrrðarbænastund kl. 18.15 í kapellunni.
GRUND dvalar- og hjúkrunarheimili | Guðsþjónusta í umsjón Félags fyrrum þjónandi presta 18. febrúar kl. 14 í hátíðasal Grundar. Prestur er Örn Bárður Jónsson. Félagar úr Grundarkórnum leiða söng undir stjórn Kristínar Waage organista Grundar.
GUÐRÍÐARKIRKJA í Grafarholti | Guðsþjónusta og sunnudagaskóli kl. 11. Prestur er Leifur Ragnar Jónsson, organisti er Arnhildur Valgarðsdóttir og kór Guðríðarkirkju syngur. Sunnudagaskóli í umsjá Tinnu Rósar. Kirkjuvörður er Guðný Elfa Aradóttir. Kaffisopi eftir messuna.
HAFNARFJARÐARKIRKJA | Messa kl. 11 og sunnudagaskóli í safnaðarheimilinu á sama tíma. Sr. Aldís Rut Gísladóttir þjónar, Kári Þormar og félagar úr Barbörukórnum syngja.
HALLGRÍMSKIRKJA | Messa kl. 11. Sr. Irma Sjöfn Óskarsdóttir prédikar og þjónar fyrir altari. Messuþjónar aðstoða. Félagar úr Kór Hallgrímskirkju leiða söng. Organisti er Matthías Harðarson. Umsjón með sunnudagaskóla: Alvilda Eyvör Elmarsdóttir, Erlendur Snær Erlendsson og Lára Ruth Clausen
HALLGRÍMSKIRKJA Saurbæ | Messa kl. 11. Kór Saurbæjarprestakalls syngur, organisti er Hilmar Örn Agnarsson. Sr. Ólöf Margrét Snorradóttir prédikar og þjónar fyrir altari. Meðhjálpari er Ágústa Björg Kristjánsdóttir.
HJALLAKIRKJA Kópavogi | Guðsþjónusta kl. 20. Kór Hjallakirkju syngur undir stjórn Gróu Hreinsdóttur organista. Sungnir verða sálmar eftir núlifandi höfunda. Sr. Alfreð Örn þjónar. Kaffi, kex og spjall eftir stundina.
KEFLAVÍKURKIRKJA | Sunnudagaskóli kl. 11. Helga, Bergrún og Grybos leiða stundina í söng og bæn. Kvöldmessa kl. 20. Sr. Helga Kolbeinsdóttir þjónar. Jónína og Páll eru messuþjónar og kórfélagar syngja við undirleik Arnórs organista.
KIRKJUSELIÐ í Spöng | Vörðumessa kl. 13. Kristín Kristjánsdóttir djákni þjónar.Vox Populi leiðir söng. Organisti er Lára Bryndís Eggertsdóttir. Kertaljós og heilög máltíð.
KÓPAVOGSKIRKJA | Guðsþjónusta kl. 11, sr. Sigurjón Árni Eyjólfsson prédikar og þjónar fyrir altari. Félagar úr kór Kópavogskirkju syngja undir stjórn Elísu Elíasdóttur, organista. Sunnudagaskólinn á sama tíma í safnaðarheimilinu Borgum.
KVENNAKIRKJAN | Guðþjónusta í Seltjarnarneskirkju kl. 20. Sr. Auður Eir Vilhjálmsdóttir prédikar. Anna Sigríður Helgadóttir syngur einsöng og Aðalheiður Þorsteinsdóttir leikur á píanó undir sálmasöng. Messukaffi í safnaðarheimilinu á eftir.
LANGHOLTSKIRKJA | Messa og sunnudagaskóli kl. 11. Félagar úr Söngsveitinni fílharmóníu syngja undir stjórn Magnúsar Ragnarssonar organista. Sara Grímsdóttir leiðir sunnudagaskólann og Ásta Ingibjörg Pétursdóttir prestur þjónar. Léttur hádegisverður að messu lokinni.
LINDAKIRKJA í Kópavogi | Sunnudagaskóli kl. 11. Guðsþjónusta kl. 20. Kór Lindakirkju leiðir lofgjörð undir stjórn Óskars Einarssonar. Sr. Guðmundur Karl Brynjarsson þjónar.
MOSFELLSKIRKJA í Grímnesi | Miðvikudaginn 21. febrúar kl. 20 verður föstumessa. Píslarsaga guðspjallanna lesin og prestur flytur hugleiðingu. Prestsþjónusta sr. Axel Á Njarðvík. Organisti er Jón Bjarnason.
MOSFELLSPRESTAKALL| Steina-sunnudagaskóli kl. 13 í Lágafellskirkju. Söngur, leikir, saga og fjör fyrir alla fjölskylduna.Taizé messa kl. 20 í Lágafellskirkju. Sr. Henning Emil Magnússon þjónar fyrir altari. Kirkjukór Lágafellssóknar leiðir safnaðarsöng. Matthías Stefánsson leikur á fiðlu. Organisti er Árni Heiðar Karlsson. Meðhjálpari: Andrea Gréta Axelsdóttir. Kaffisopi í skrúðhúsi eftir messu.
NESKIRKJA | Messa kl. 11. Félagar úr Kór Neskirkju leiða sönginn og flytja stólvers undir stjórn Steingríms Þórhallssonar. Barnastarfið fer fram á sama tíma þar sem leiðtogar uppfræða, syngja og skemmta ungum sem öldnum. Kaffisopi á Torginu að messu lokinni. Prestur er Skúli S. Ólafsson.
NJARÐVÍKURKIRKJA Innri-Njarðvík | Æskulýðsdegi þjóðkirkjunnar fagnað í fjölskylduguðþjónustu kl. 11 í Ytri-Njarðvíkurkirkju. Sunnudagaskólin fellur inn í stundina.Sr. Baldur og Halla Marie æskulýðsfulltri munu leiða stundina. Börnin úr barnastarfi kirkjunnar munu hafa stóran part af stundinni.Kór Njarðvíkur kirkju leiðir söng undir stjórn Rafns Hlíðkvist organista.Myndlistarsýning TTT (10-12 ára) í safnaðarsal.Kaffi, djús og kex eftir guðsþjónustu!Kyrrðarstund í Ytri-Njarðvíkurkirkju þriðjud. kl. 10.30
SELJAKIRKJA | Barnaguðsþjónusta kl. 11, Siggi Már og Bára leiða stundina. Tómas Guðni spilar á píanóið.Guðsþjónusta kl. 13, sr. Sigurður Már Hannesson prédikar og þjónar fyrir altari og félagar úr kór Seljakirkju leiða safnaðarsöng. Organisti er Tómas Guðni Eggertsson.
SELTJARNARNESKIRKJA | Fræðslumorgunn kl. 10.Friðarhugtakið í Nýja testamentinu.Dr. Sólveig Anna Bóasdóttir, prófessor, talar.Messa kl. 11. Sóknarprestur þjónar.Organisti kirkjunnar leikur á orgelið. Félagar úr Kammerkórnum syngja. Kaffiveitingar eftir athöfn í safnaðarheimilinu. Helgistund á Seltjörn kl. 14. Æskulýðsfundur kl. 20. Á miðvikudag eru foreldramorgnar kl. 10-12, morgunkaffi kl. 9-11 og kyrrðarstund kl. 12. Létt máltíð.
SKÁLHOLTSDÓMKIRKJA | Samvera fjölskyldunnar 18. febrúar kl. 11. Vænst er þátttöku barna og ungmenna ásamt foreldrum, öfum og ömmum. Stundin er í umsjón Bergþóru Ragnarsdóttur, djáknakandítats, og sr. Axels Á. Njarðvík sóknarprests. Jón Bjarnason organisti spilar á orgelið. Léttar veitingar í lokin.
VÍDALÍNSKIRKJA | Sunnudagaskóli í Urriðaholtsskóla kl. 10. Jóna Þórdís og Trausti leiða stundina. Sunnudagaskóli í Vídalínskirkju kl. 11. Torfey, Ingvar, Brynja og Kamilla leiða stundina. Guðsþjónusta kl. 11. Sr. Jóna Hrönn Bolladóttir þjónar og predikar. Félagar úr Kór Vídalínskirkju syngja, organisti er Jóhann Baldvinsson. Messukaffi í lok stunda.
VÍÐISTAÐAKIRKJA í Hafnarfirði | Messa kl. 11. Kór Víðistaðsóknar syngur undir stjórn Kristínar Jóhannesdóttur og sr. Bragi J. Ingibergsson þjónar með aðstoð messuþjóna.Sunnudagaskóli kl. 11 uppi í suðursal kirkjunnar í umsjá Ísabellu og Helga. Kaffihressing í safnaðarsal á eftir.
YTRI-Njarðvíkurkirkja | Æskulýðsdegi þjóðkirkjunnar fagnað í fjölskylduguðþjónustu kl. 11 í Ytri-Njarðvíkurkirkju. Sunnudagaskólin fellur inn í stundina. Sr. Baldur og Halla Marie æskulýðsfulltri munu leiða stundina. Börnin úr barnastarfi kirkjunnar munu hafa stóran part af stundinni. Kór Njarðvíkur kirkju leiðir söng undir stjórn Rafns Hlíðkvist organista. Myndlistarsýning TTT (10-12 ára) í safnaðarsal. Kaffi, djús og kex eftir guðsþjónustu! Kyrrðarstund í Ytri-Njarðvíkurkirkju þriðjud. kl. 10.30.