Unaðsdalur nefnist sjötta hljóðversskífan sem Kristín Björk Kristjánsdóttir, betur þekkt sem Kira Kira, sendir frá sér. „Tvennir útgáfutónleikar verða haldnir, annars vegar í Mengi í febrúar og í hins vegar Philosophical Research Society í Los …

Unaðsdalur nefnist sjötta hljóðversskífan sem Kristín Björk Kristjánsdóttir, betur þekkt sem Kira Kira, sendir frá sér. „Tvennir útgáfutónleikar verða haldnir, annars vegar í Mengi í febrúar og í hins vegar Philosophical Research Society í Los Angeles í apríl þar sem stuttmynd Kiru, Eldingar eins og við, verður einnig frumsýnd alþjóðlega,“ segir í tilkynningu. Tónleikarnir í Mengi verða á morgun, sunnudag, kl. 20. Með Kiru koma fram Hermigervill, Eyjólfur Eyjólfsson, Sigurlaug Thorarensen, Ingi Garðar Erlendsson, Framfari og Thoracius Appotite.