Digranes Leikmenn og þjálfarateymi Aftureldingar fagna fyrsta bikarmeistaratitlinum í sjö ár ásamt stuðningsmönnum sínum á laugardag.
Digranes Leikmenn og þjálfarateymi Aftureldingar fagna fyrsta bikarmeistaratitlinum í sjö ár ásamt stuðningsmönnum sínum á laugardag. — Morgunblaðið/Óttar Geirsson
Hamar tryggði sér á laugardag bikarmeistaratitilinn í blaki karla, fjórða árið í röð. Í úrslitaleiknum mætti liðið Þrótti Fjarðabyggð í Digranesi í Kópavogi og hafði betur, 3:0. Þrátt fyrir góða baráttu reyndist lið Hamars einfaldlega of sterkt fyrir Þrótt Fjarðabyggð

Hamar tryggði sér á laugardag bikarmeistaratitilinn í blaki karla, fjórða árið í röð. Í úrslitaleiknum mætti liðið Þrótti Fjarðabyggð í Digranesi í Kópavogi og hafði betur, 3:0.

Þrátt fyrir góða baráttu reyndist lið Hamars einfaldlega of sterkt fyrir Þrótt Fjarðabyggð. Hamar vann fyrstu hrinu 25:19, aðra hrinu 25:17 og þá þriðju 25:16.

Fyrr um daginn hafði Afturelding tryggt sér bikarmeistaratitilinn í blaki kvenna í fyrsta sinn í sjö ár. Liðið mætti KA í úrslitaleik og vann sömuleiðis 3:0, þótt ekki hafi það verið einfalt verk.

Afturelding vann fyrstu hrinu með minnsta mun, 26:24, aðra hrinu einnig með minnsta mun, 25:23, og þriðju hrinu 25:22.

Thelma Dögg Grétarsdóttir átti magnaðan leik í liði Aftureldingar og var með 31 stig. Julia Bonet Carreras var stigahæst í liði KA með 15 stig.