Botnslagur Styrmir Sigurðarson sækir að marki Selfoss og Hans Jörgen Ólafsson reynir að stöðva hann í mikilvægum sigri Víkings í gær.
Botnslagur Styrmir Sigurðarson sækir að marki Selfoss og Hans Jörgen Ólafsson reynir að stöðva hann í mikilvægum sigri Víkings í gær. — Morgunblaðið/Óttar Geirsson
Víkingur úr Reykjavík lagði Selfoss að velli, 21:18, þegar liðin áttust við í botnslag úrvalsdeildar karla í handknattleik í Safamýri í gær. Halldór Ingi Jónasson var markahæstur í leiknum með sex mörk fyrir Víking

Víkingur úr Reykjavík lagði Selfoss að velli, 21:18, þegar liðin áttust við í botnslag úrvalsdeildar karla í handknattleik í Safamýri í gær.

Halldór Ingi Jónasson var markahæstur í leiknum með sex mörk fyrir Víking.

Hjá Selfossi var Hans Jörgen Ólafsson markahæstur með fimm mörk. Vilius Rasimas varði 14 skot í marki liðsins.

Víkingur er í 11. og næstneðsta sæti, fallsæti, en er nú með átta stig, einu stigi frá öruggu sæti. Selfoss er á botninum með sex stig.

Á laugardag gerðu Íslandsmeistarar ÍBV góða ferð til Akureyrar og unnu þar sannfærandi sigur á KA, 37:31. Gauti Gunnarsson átti stórleik fyrir ÍBV og skoraði tíu mörk.

Hjá KA var Ott Varik markahæstur með átta mörk. Bruno Bernat varði 13 skot í marki liðsins.

ÍBV er í 4. sæti deildarinnar með 22 stig. KA er í 9. sæti með 10 stig, tveimur stigum fyrir ofan fallsæti.