Ætla má að mikill meirihluti ofbeldis sé framinn vegna skorts gerandans á annarri færni, hvort sem er skortur á færni til að tjá sig eða skortur á færni til að vinna úr tilfinningum með öðrum hætti. Þetta segir Þórdís Elva Þorvaldsdóttir, stjórnarformaður samtakanna Nordref

Ætla má að mikill meirihluti ofbeldis sé framinn vegna skorts gerandans á annarri færni, hvort sem er skortur á færni til að tjá sig eða skortur á færni til að vinna úr tilfinningum með öðrum hætti. Þetta segir Þórdís Elva Þorvaldsdóttir, stjórnarformaður samtakanna Nordref. Þórdís segir jafnframt að greina megi mismunandi þjóðarkarakter meðal gerenda, en Nordref hefur á undanförnum árum unnið að því að kortleggja gerendur út frá aldri, kyni, tengslum þeirra við þolendur sína og hvatann á bak við brotið. Markmiðið hefur verið að greina hverjir það séu sem eru þolendur og í framhaldinu móta skilvirkar forvarnaraðgerðir til að vinna bug á stafrænu ofbeldi. Rannsókn Nordref var framkvæmd bæði á Íslandi, Danmörku og í Svíþjóð og sýna niðurstöður hennar að mikill meirihluti gerenda er drengir eða karlmenn. Rannsóknin sýnir jafnframt að tegund ofbeldisins getur verið mismunandi eftir tengslum gerandans við þolanda, sem dæmi fengu 75% þolenda send typpamyndir frá geranda sem þolandi þekkti engin deili á. » 6