Bolludagurinn Til hamingju með daginn!
Bolludagurinn Til hamingju með daginn! — Morgunblaðið/Jim Smart
Þau eru ófá áramótaheitin, sem strengd eru eftir meint óhóf jólanna, sem ganga út á heilbrigt líferni á nýju ári. Þetta virðist virka fyrst, en í þorrabyrjun er allt gleymt og óhollustan tekur við. Upptakturinn kemur með bóndadeginum og þorrablótunum

Þau eru ófá áramótaheitin, sem strengd eru eftir meint óhóf jólanna, sem ganga út á heilbrigt líferni á nýju ári.

Þetta virðist virka fyrst, en í þorrabyrjun er allt gleymt og óhollustan tekur við.

Upptakturinn kemur með bóndadeginum og þorrablótunum. Þjóðlegur má hann kallast maturinn, saltaður, reyktur og súr, en varla bráðhollur. Bót í máli ef vel er skolað út með öli, sem oft er nefnt í fornsögum og því líka þjóðlegt.

Varla eru blótin um garð gengin þegar mikil sæluvika hefst. Bolludagurinn er orðinn bolluvika, með hvítu hveiti, hvítasykri, kólesteróli, glúteni og fitusýrum af verri gerðinni. Þetta halda menn út með seiglunni og arfföstum hungurgenum, en verra er að strax á eftir kemur sprengidagur með spaðketi og rófum og vel bættri baunasúpu.

Ekki er laust við að margur maðurinn verði þungur á sér eftir þann dýrðardag og óski þess heitast að fastan byrji fyrir alvöru eins og í gömlum sið, en þá poppar Valentínusardagur upp og kostar a.m.k. blóm og konfekt ef ekki meira.

Sunnlendingur