— Morgunblaðið/Óttar Geirsson
Fjöldi fólks lagði leið sína í reiðhöllina í Víðidal um helgina þar sem fram fór afmælissýning Félags tamningamanna. Afmælis­sýningin var haldin í tilefni þess að félagið varð fimmtíu ára hinn 10. apríl 2020, en af óviðráðanlegum aðstæðum var ekki…

Fjöldi fólks lagði leið sína í reiðhöllina í Víðidal um helgina þar sem fram fór afmælissýning Félags tamningamanna. Afmælis­sýningin var haldin í tilefni þess að félagið varð fimmtíu ára hinn 10. apríl 2020, en af óviðráðanlegum aðstæðum var ekki hægt að fagna því fyrr en nú að sögn Sylvíu Sigurbjörnsdóttur formanns félagsins. Það var því sannkölluð gleðistund í Víðidalnum um helgina þegar hestamenn komu saman, fögnuðu deginum og fylgdust með sýnikennslu bæði frá meisturum félagsins og öðrum afreksmönnum. Auk þess var Trausti Þór Guðmundsson sæmdur gullmerki félagsins og fyrrverandi formenn þess heiðraðir.