Breytingar á lögum um brunavarnir í desember gera slökkviliði kleift að hafa nánara eftirlit með búsetu fólks í atvinnuhúsnæði og hefur starfsfólki slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins verið fjölgað. Frá þessu greinir Jón Viðar Matthíasson…

Breytingar á lögum um brunavarnir í desember gera slökkviliði kleift að hafa nánara eftirlit með búsetu fólks í atvinnuhúsnæði og hefur starfsfólki slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins verið fjölgað. Frá þessu greinir Jón Viðar Matthíasson slökkviliðsstjóri í samtali við Morgunblaðið en í svari innviðaráðherra við fyrirspurn á þingi kom fram að árið 2022 hefði verið áætlað að 2.474 einstaklingar byggju í atvinnuhúsnæði á höfuðborgarsvæðinu, Suðurnesjum, Árnessýslu og Akureyri. Framvegis verður hægt að skrá búsetu í atvinnuhúsnæði slökkviliði til upplýsingar þegar kviknar í slíku húsnæði. » 4