Rússneski herinn reyndi um helgina fjölmörg áhlaup á víglínuna vestan við bæinn Avdiivka, sem þeir hertóku á föstudaginn, í þeirri von að þeir gætu náð meira landsvæði undir sig. Herforingjaráð Úkraínu sagði að Rússar hefðu reynt fjórtán áhlaup á…

Rússneski herinn reyndi um helgina fjölmörg áhlaup á víglínuna vestan við bæinn Avdiivka, sem þeir hertóku á föstudaginn, í þeirri von að þeir gætu náð meira landsvæði undir sig.

Herforingjaráð Úkraínu sagði að Rússar hefðu reynt fjórtán áhlaup á þorpið Lastotsjkíne, en varnarlið Úkraínu væri búið að koma sér þar vel fyrir. Dmitró Lykhoví, talsmaður hersins, sagði að landher Rússa hefði einnig reynt að ráðast á þorpin Robotíne og Verbove í Saporísja-héraði, en Úkraínuher frelsaði þau síðasta sumar. Sagði Líkhoví að erfitt yrði fyrir Rússa að ná þeim. „Óvinurinn fékk spark í tennurnar og flúði,“ sagði Lykhoví.