Söngkonan Dua Lipa ljóstraði því upp á dögunum að nýrrar breiðskífu væri að vænta úr sinni smiðju. Lipa viðurkenndi að hafa unnið þrotlausa vinnu síðustu misseri við gerð plötunnar og samið hvorki meira né minna en 97 lög

Söngkonan Dua Lipa ljóstraði því upp á dögunum að nýrrar breiðskífu væri að vænta úr sinni smiðju. Lipa viðurkenndi að hafa unnið þrotlausa vinnu síðustu misseri við gerð plötunnar og samið hvorki meira né minna en 97 lög. Lögin segist hún hafa handskrifað í stílabók í stað þess að humma þau inn í hljóðforrit á símanum sínum eins og margir þekktir tónlistarmenn leggja í vana sinn að gera. Mikill leyndardómur hvílir á heiti plötunnar og einnig neitar Lipa að gefa upp nákvæma dagsetningu á útgáfu hennar. Nánar á K100.is.