Handrit Bókrollan varð fyrir kolun í eldgosi í Vesúvíus árið 79 e.Kr.
Handrit Bókrollan varð fyrir kolun í eldgosi í Vesúvíus árið 79 e.Kr. — Ljósmynd/Vesuvius Challenge
Ungum vísindamönnum tókst nýverið, með aðstoð gervigreindar, að lesa úr grískum texta sem finna má í 2.000 ára gamalli bókrollu sem brann árið 79 e.Kr. í gosi úr eldfjallinu Vesúvíus á Ítalíu. Bókrollan er ein 1800 papýrushandrita sem urðu fyrir…

Ungum vísindamönnum tókst nýverið, með aðstoð gervigreindar, að lesa úr grískum texta sem finna má í 2.000 ára gamalli bókrollu sem brann árið 79 e.Kr. í gosi úr eldfjallinu Vesúvíus á Ítalíu. Bókrollan er ein 1800 papýrushandrita sem urðu fyrir kolun í brunanum og eru þekktar sem Herculaneum-rollurnar.

Þrír ungir vísindamenn frá Egyptalandi, Sviss og Bandaríkjunum tóku þátt í samkeppni um lestur rollunnar, Vesuvius Challenge, og unnu keppnina með því að lesa úr hundruðum orða í meira en 15 textadálkum, sem eru um fimm prósent rollunnar. Þeir þjálfuðu gervigreind til að lesa úr upprúlluðu handritinu, með þrívíddarskönnum úr öðrum slíkum handritum. Fengu þeir 700 þúsund dali í verðlaun.